Hlaupaleiðir 66°Norður

Hlaup.is á töluvert af hlaupaleiðum sem við höfum safnað vegna keppnishlaupa sem haldin hafa verið í gegnum árin. Við ætlum að birta þessar hlaupaleiðir á einum stað ásamt ýmsum öðrum hlaupaleiðum sem vinsælar eru meðal hlaupara, eða bara skemmtilegar og ekki á margra vitorði.

Hlaupaleiðin má vera stutt eða löng og á hvað undirlagi sem er. Við fögnum öllum hlaupaleiðum innan höfuborgarsvæðisins, rétt fyrir utan það og einnig öllum þeim frábæru leiðum sem leynast út um allt land og eru kunnugar heimamönnum. Ekkert er skemmtilegra en að prófa nýjar leiðir.

Lumar þú á skemmtilegri leið í úrinu þínu sem þig langar að deila ? Sendu GPX skrána á torfi@hlaup.is og við birtum hlaupaleiðina þína.

Við ætlum bæði að birta utanvega hlaupaleiðir og einnig hlaupaleiðir á götum bæði staðlaðar vegalengdir og óstaðlaðar.