Hlaupahópurinn Mosóskokk í Mosfellsbæ er á vegum World Class (meðlimir þurfa að hafa kort í World Class til þess að geta verið með).
Æfingar hjá okkur eru á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30 til 19 og svo á laugardögum kl. 9:00.
Mæting er í anddyri World Class (Lækjarhlíð) stundvíslega. Athugið að ekki er beðið eftir þeim sem koma of seint.
Þjálfari Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari. Nánari upplýsingar: Halla Karen í gsm 892-8880 eða halla@bhs.is.
Upplýsingar frá 1.1.2019