Sigurður P. Sigmundsson

Sigurður P. Sigmundsson

Sigurður Pétur Sigmundsson er einn af okkar bestu langhlaupurum. Hann á Íslandsmetið í maraþoni og hefur unnið til fjölda Íslandsmeistaratitla og unnið önnur afrek á hlaupasviðinu. Sigurður hefur skrifað nokkuð af pistlum og hugleiðingum á hlaup.is, sem sjá má í eftirfarandi lista.

Sigurður hefur þjálfað hlaupara og skokkhópa til margra ára og þú getur pantað æfingaáætlun hjá Sigurði. Hann sendir þér áætlun til eins til þriggja mánaða og er í sambandi við þig til að fylgjast með framvindu. Panta æfingaáætlun.

Sigurður Pétur Sigmundsson hagfræðingur æfði jöfnum höndum fótbolta, handbolta og fjálsar íþróttir til 16 ára aldurs. Sneri sér þá alfarið að æfingum og keppni í lengri hlaupum. Var við nám í Edinborg 1978-1982 og keppti þá með háskólaliðinu svo og með Edinburg Athletic Club í skosku og bresku deildarkeppninni. Varð árið 1982 breskur háskólameistari í 10.000 m hlaupi. Var í landsliði Íslands 1975-1986. Keppnisgreinar voru 3.000 m hindrunarhlaup, 5.000 m og 10.000 m hlaup. Vann til fjölda Íslandsmeistaratitla í lengri hlaupum á þeim árum. Hefur oftast Íslendinga tekið þátt í heimsmeistaramóti í víðavangshlaupi eða í fjögur skipti.

Besti árangur:

  • 800 m 1:59,7 (1979)
  • 1500 m 3:58,47 (1982)
  • 3.000 m 8:37,73 (1979)
  • 5.000 m 14:38,83 (1981)
  • 10.000 m. 30:50,3 (1985)
  • 3.000 m. H 9:15,78 (1979)
  • Hálfmaraþon 1:07:09 (1986)
  • Maraþon 2:19:46 (1985)

Byrjaði snemma að ráðleggja hlaupafélögum um æfingar og útbúa æfingaáætlanir. Sá m.a. um æfingaáætlanir fyrir Reykjavíkurmaraþon í Morgunblaðinu og DV á árunum 1985-1992. Hefur séð um þjálfun nokkurra skokkhópa og fjölda einstaklinga s.l. áratug. Gaf út handbókina Skokkarann 1992 ásamt Gunnari Páli Jóakimssyni. Gaf út og ritstýrði tímaritinu Hlauparanum 1994-1999. Hefur jafnframt haldið utan um afrekaskrá í götuhlaupum og gefið hana út. Var í aðalstjórn FRÍ frá 2002-2005.

Pistlar01.02.2004

Pistill 27: Útbreiðslustarf á landsbyggðinni

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 26: Brautarhlaup sem æfing og keppni

Margir sem hefja hlaupaiðkun á miðjum aldri láta sér nægja að hlaupa alltaf rólega. Það er í sjálfu sér hið besta mál, enda markmiðið oft einungis að vera í þokkalegu formi. Svo eru aðrir sem hafa gaman að taka á og setj

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 25: Hlutverk FRÍ varðandi almenningshlaup

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 24: Vorið er komið og grundirnar gróa......

Gleðilegt sumar. Hendingin úr þessari þekktu vísu á vel við þar sem hlaupatímabilið er nýhafið og gróandinn í starfinu mikill. Þátttakan í vorhlaupunum hefur í heildina verið með betra móti og margir að bæta sinn fyrri á

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 23: Í lok sumars: Hvernig var árangurinn og hvert er framhaldið ?

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 22: Gullmótin og HM - þvílík veisla og þvílík Afríka

Undanfarnar vikur hafa verið mikil veisla fyrir frjálsíþrótta- og hlaupaáhugafólk. Gullmótin á hverju föstudagskvöldi í Sjónvarpinu og Heimsmeistaramótið í Edmonton í byrjun ágúst. Ég hef beðið með sérstakri eftirvænting

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 21: Blendnar tilfinningar

Ég er á leiðinni í sumarbústað næsta föstudag, daginn fyrir Reykjavíkurmaraþon. Sótti um bústað í apríl hjá mínu stéttarfélagi og fékk úthlutað þessari viku. Hefði sjálfsagt getað fengið því breytt en einhvern veginn var

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 20: Söfnun á hlaupaskóm

Ég er að flytja þessa dagana og hef verið að fara í gegnum geymsluna. Þar kennir margra grasa. Skólabækur frá háskólaárunum, föt sem ég hélt að ég myndi fara aftur í, margir gamlir árgangar af Athletics Weekly, Running o

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 19: Laugavegshlaup eru afrek

Ég gekk Laugaveginn í fyrsta skipti í síðustu viku. Við vorum fjögur saman og ákváðum að skipta leiðinni í þrennt. Fyrsti áfanginn var upp í Hrafntinnusker ca. 10 km. Fórum síðan langan annan dag ca. 27 km og áðum í Emst

Lesa meira